Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands

1.jpg

að skilja undraljósað skilja undraljós„að skilja undraljós" er safn sextán greina um Þórberg Þórðarson, verk hans og hugðarefni. Greinarnar eiga flestar rætur í fyrirlestrum frá árinu 2008 þegar þess var minnst, bæði í Háskóla Íslands og á Þórbergssetri í Suðursveit, að 120 ár voru liðin frá fæðingu Þórbergs.

Þórbergi Þórðarsyni var fátt óviðkomandi og í þessu safni er horft á hann frá ýmsum   sjónarhornum. Meðal efnis eru ættir hans og frændgarður, skipti hans við útgerðarmann og prest, esperantóáhugi og tengsl við erlendar framúrstefnuhreyfingar, dulspeki og jógaiðkun, að ógleymdum handritum hans og útgefnum verkum, og þráðunum sem frá þeim liggja til innlendra verka og erlendra.

Panta þessa bók.