Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands

1.jpg

Syndicate content
Updated: 1 hour 44 min ago

Timothy Snyder flytur Jóns Sigurðssonar fyrirlestur

Fri, 06/23/2017 - 15:14
Hvenær hefst þessi viðburður: 8. september 2017 - 14:00

Timothy Snyder, prófessor við Yale-háskóla og höfundur bókanna On Tyranny og Bloodlands, flytur Jóns Sigurðssonar fyrirlestur 8. september næstkomandi á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands. Staðsetning auglýst síðar.

Timothy verður hér á landi á vegum Bókmenntahátíðarinnar í Reykjavík.

Sjá einnig timothysnyder.org.

 

 

Móttaka nýnema á Hugvísindasviði

Tue, 06/13/2017 - 09:31
Hvenær hefst þessi viðburður: 25. ágúst 2017 - 13:00Staðsetning viðburðar: HáskólatorgNánari staðsetning: Stofa 105

Nýnemum við Hugvísindasvið er boðið á kynningarfund föstudaginn 25. ágúst kl. 13:00-15:00. Að loknum kynningarfundi í stofu 105 á Háskólatorgi verða kynningarfundir í námsgreinum kl. 14:00. Þar verður greint frá námstilhögun og veittar nánari upplýsingar um nám í viðkomandi greinum.

Dagskrá auglýst síðar.

Kennsla hefst mánudaginn 28. ágúst. Sama dag hefjast nýnemadagar Háskóla Íslands en þar verður boðið upp á gönguferðir um háskólasvæðið, kynningar á þjónustu og skemmtidagskrá. 

Á nýnemavef Háskóla Íslands, vef Stúdentaráðs, og á vef Hugvísindasviðs, eru gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema um námið og skólann, þar á meðal drög að stundaskrám. Ef nýnemar hafa einhverjar spurningar um námið er hægt að hafa samband við starfsfólk á skrifstofu í síma 525 4400, senda tölvupóst á hug@hi.is eða koma við á skrifstofu sviðsins í Aðalbyggingu (3. hæð); hún er opin kl. 10-12 og 13-15 virka daga.

Málþing um taugamálfræði

Mon, 06/12/2017 - 14:52
Hvenær hefst þessi viðburður: 19. júní 2017 - 10:00 til 15:00Staðsetning viðburðar: HáskólatorgNánari staðsetning: Stofa 101

(English below)

Hvernig vinnur heilinn úr orðum og setningum sem honum berast? Þetta er ekki spurning sem unnt er að svara einfaldlega með innsæi; þess í stað er nauðsynlegt að framkvæma tilraunir til að ákvarða hvaða merkingarlegu og setningarlegu þættir skipta máli. Lítið hefur verið fjallað um taugafræðileg vinnsluferli málfræðiupplýsinga í heilbrigðum íslenskumælandi einstaklingum þótt stórstígar framfarir hafa orðið síðustu ár á sviði kennilegra málvísinda. Verkefninu Heili og tungumál: taugamálfræði og samspil setningagerðar og merkingar í íslensku, sem fékk þriggja ára RANNÍS-styrk 2016, er ætlað að bæta úr þessum skorti með því að gera allmargar íhlutandi rannsóknir til að kanna samspil upplýsinga á sviði setningagerðar, beygingar, merkingar og hljóðfalls í íslensku.

Í tilefni af komu alþjóðlegs ráðgjafahóps verkefnisins hingað til lands verður haldið opinbert málþing til að efla skilning á taugamálfræði á Íslandi. Colin Phillips, prófessor við háskólann í Maryland, fjallar um rannsóknir á heila og tungumáli í víðara samhengi. Christina Gagné og Thomas Spalding, sem bæði eru prófessorar við Alberta-háskóla, skýra frá rannsókn á úrvinnslu upplýsinga í samsettum orðum. Loks mun innlendi rannsóknarhópurinn segja frá vinnu við greiningu á samsettum orðum í íslensku og kynna fyrstu niðurstöður úr þeim rannsóknum sem nú er unnið að.

Fyrirlestrarnir verða á ensku.

 • 10:00 Colin Phillips,  Professor of Linguistics (University of Maryland): Speaking, understanding, and grammar
 • 11:00 Christina L. Gagné, Professor of Psychology (University of Alberta) & Thomas L. Spalding, Professor of Psychology (University of Alberta): Obligatory attempts at meaning construction during the processing of English compound words and noun-noun phases.
 • 12:00-13:30 LUNCH
 • 13:30-14:15 Matthew Whelpton, Associate Professor of English Linguistics (University of Iceland): Viltu annan/ð kaffi? How the brain processes portions and sorts in Icelandic.
 • 14:15-15:00 Joe Jalbert, Postdoctoral Researcher in Neurolinguistics (University of Iceland): Cues, coercion, predictions and reanalysis in Icelandic
Public Seminar in Neurolinguistics

How does the brain process the words and sentences to which it is exposed? This is not a question that one can answer simply by intuition; instead, it is necessary to run experiments to determine which semantic and syntactic factors matter for processing. Little work has been done on the neurolinguistic processing of grammatical information in healthy speakers of Icelandic, despite considerable advances in Icelandic theoretical linguistics. The project  Brain and language: neurolinguistics and the syntax-semantics interface in Icelandic, which received a 3-year RANNÍS grant in 2016, seeks to address this deficit with a series of experimental studies probing the interplay of morphosyntactic, semantic and prosodic information in Icelandic.

In honour of the visit to Iceland of the project´s team of international advisers, we are hosting a public seminar to promote awareness of neurolinguistics in Iceland. Professor Colin Phillips will set the study of brain and language in its broader context. Professors Christina Gagné and Thomas Spalding will present a study of compound processing in English. The local team will then review some of the work that has already been done on the processing of Icelandic compounds and give first results from currently ongoing experimental work.

The lectures will be in English.

 • 10:00 Colin Phillips,  Professor of Linguistics (University of Maryland): Speaking, understanding, and grammar
 • 11:00 Christina L. Gagné, Professor of Psychology (University of Alberta) & Thomas L. Spalding, Professor of Psychology (University of Alberta): Obligatory attempts at meaning construction during the processing of English compound words and noun-noun phases.
 • 12:00-13:30 LUNCH
 • 13:30-14:15 Matthew Whelpton, Associate Professor of English Linguistics (University of Iceland): Viltu annan/ð kaffi? How the brain processes portions and sorts in Icelandic.
 • 14:15-15:00 Joe Jalbert, Postdoctoral Researcher in Neurolinguistics (University of Iceland): Cues, coercion, predictions and reanalysis in Icelandic

Doktorsvörn í sagnfræði: Íslenskar bækur erlendis. Bókasöfn Willards Fiskes

Wed, 06/07/2017 - 09:31
Hvenær hefst þessi viðburður: 16. júní 2017 - 13:00 til 15:00Staðsetning viðburðar: AðalbyggingNánari staðsetning: Hátíðasalur

Föstudaginn 16. júní fer fram doktorsvörn við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Þá ver Kristín Bragadóttir doktorsritgerð sína í sagnfræði sem nefnist: Íslenskar bækur erlendis. Bókasöfnun Willards Fiskes (1831–1904). Vörnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu og hefst kl. 13:00

Andmælendur eru: Sumarliði R. Ísleifsson, lektor við Sagnfræði- og heimspekideild, og Þórunn Sigurðardóttir, rannsóknarlektor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Aðalleiðbeinandi Kristínar var Már Jónsson, prófessor í sagnfræði, en í doktorsnefnd voru auk hans þau Guðrún Ása Grímsdóttir, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Sveinn Yngvi Egilsson prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Svavar Hrafn Svavarsson, deildarforseti Sagnfræði- og heimspekideildar stjórnar athöfninni.

Um verkefnið

Ritgerðin er rannsókn á söfnun Bandaríkjamannsins Willards Fiskes (1831–1904) á íslenskum ritakosti og er á sviði bóksögu og íslenskrar menningarsögu.  Fiske safnaði öllu efni prentuðu á Íslandi og Íslandstengdum ritum sem urðu til í útlöndum. Sama hvort um var að ræða mesta fágæti eða nýtt efni, í stóru eða smáu formi. Ritgerðin byggir á bréfasöfnum  og þá sérstaklega tengslaneti hans við Íslendinga. Söfnunarímabilið var 1850 til 1904. Þetta safn er þriðja stærsta safn íslenskra rita á eftir Landsbókasafni Íslands og Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn. Ekki eru dæmi um að einstaklingur hafi náð jafn miklu efni saman. Ritgerðin skiptist efnislega í þrennt. Í fyrsta hluta, sem fjallar um aðdraganda þess að áhugi Fiskes beindist að Íslandi og síðan söfnun hans á íslensku prentefni, er vikið að ýmsum ytri skilyrðum og umhverfi námsmanns í New York-fylki fyrir og um miðja 19. öld. Hann dvaldist í Danmkörku og Svíþjóð árin 1850–52 og þar fékk hann þá hugmynd að Íslandi skyldi hann þjóna og vinna að málefnun þess eins vel og honum væri unnt. Í Íslandsferð sinni 1879 kynntist hann mönnum sem unnu að söfnuninni fyrir hann. Í öðrum kafla er kannað hvernig hann fór að því að eignast safnið. Enn fremur er sýnt fram á hvaða áherslur hann lagði á efni sem hann eignaðist. Í þriðja hluta er fjallað um framtíðarhugmyndir safnarans. rök eru færð fyrir því að hann hafi haft ákveðin markmið í huga með söfnuninni og unnið markvisst að þeim markmiðum í áratugi. Með söfnun sinni var Fiske að bjarga menningarverðmætum sem hann áttaði sig fljótt á að yrðu annars eyðingu að bráð.

Um doktorsefnið

Kristín Bragadóttir lauk B.A. prófi frá Háskóla Íslands í sagnfræði, almennri bókmenntasögu og bókasafns- og upplýsingafræði 1977. Viðbótar B.A. prófi í íslensku 1989 og cand.mag. prófi frá sama skóla 1992. Nám í sænskum bókmenntum, menningarsögu fornaldar við Uppsala háskóla árin 1978–83 og síðar í bókmenntafélagsfræði við þann skóla árin 1992–93. Kenndi við félagsvísindadeild Háskóla Íslands 1994–96. Starfaði við Háskólabókasafnið í Uppsölum, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Bókasafn Norræna hússins í Reykjavík, Bókasafn Háskóla Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Var ritstjóri ritraðarinnar Islandica sem gefin er út af Cornell-háskóla.

Frumsýning First Contact, teiknimyndar um fyrstu samskipti norrænna manna og frumbyggja Norður-Ameríku

Tue, 06/06/2017 - 11:35
Hvenær hefst þessi viðburður: 8. júní 2017 - 16:30Staðsetning viðburðar: OddiNánari staðsetning: Stofa 101

Teiknimyndin First Contact eftir Scott MacLeod og Samantha Rideout verður frumsýnd hér á landi fimmtudaginn 8. júní kl. 16.30 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands.

Teiknimyndin fjallar um fyrstu samskipti norrænna manna og frumbyggja Norður-Ameríku á Nýfundnalandi. Úr vestri kemur flokkur veiðimanna af Beothuk þjóðinn en úr austri norrænir menn úr byggðum Grænlands. Þeir mætast á Nýfundnalandi og í fyrstu eru samskiptin vinsamleg en brátt skapast tortryggni og ágreiningur. Sagan er sögð af tveimur konum, Guðríði Þorbjarnardóttur og Bobodish úr Genoet ættbálknum.

Myndin tekur um hálftíma í sýningu. Á undan myndinni munu leikstjórinn, Scott MacLeod, og sendiherra Kanada á Íslandi, Anne-Tamara Lorre, flytja stutt ávörp en eftir sýninguna gefst gestum tækifæri til að ræða málin við leikstjórann.

Miðaldastofa Háskóla Íslands og Sendiráð Kanada á Íslandi standa sameiginlega að þessum viðburði.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um myndina.

NonfictioNOW - hliðarviðburðir

Thu, 06/01/2017 - 11:13
Hvenær hefst þessi viðburður: 3. júní 2017 - 9:00 til 23:30

Alþjóðlega ráðstefnan NonfictioNOW verður haldin við Háskóla Íslands 1.-4. júní. Ráðstefnan er helguð óskálduðu efni af öllum toga og er nú í fyrsta skipti sinn haldin í Evrópu. Hægt er að nálgast dagskrá ráðstefnunnar og skrá sig til þátttöku á vef ráðstefnunnar, nonfictionow.org. Hægt er að kaupa miða á fyrirlestra eftirfarandi höfunda í Hörpu á miðasöluvef Hörpu.

Nokkrir hliðarviðburðir verða haldnir í tengslum við ráðstefnuna og eru þeir öllum opnir. Þann 3. júní er boðið upp á eftirfarandi hliðarviðburði:

 • NonfictionWOW! Spurningakeppni í Stúdentakjallaranum kl. 18:45-20:45.
 • Environment, Memory & Things – vídeóinnsetning eftir Leila Philip and Garth Evans. Sýnd í Norræna húsinu kl. 9:00-21:00. Höfundaspjall með Leila Philip kl. 11:40-12:20.
 • Rithöfundakvöld. Íslenskir og erlendir rithöfundar lesa úr verkum sínum í Norræna húsinu kl. 21-23:30.
  Eliza Reid, stofnandi Iceland Writers Retreat, flytur ávarp.
  Gretel Ehrlich: Reading from This Cold Heaven. Seven Seasons in Greenland
  Sigurður Pálsson: Reading from A Notebook of Memory
  Brenda Miller: Reading from An Earlier Life
  Jón Gnarr: Reading from The Outlaw
  A. Kendra Greene: Reading from Vagrants and Uncommon Visitors and Anatomy of a Museum
  Alda Sigmundsdóttir: Reading from The Little Book of Tourists in Iceland
  Aisha Sabatini Sloan: Reading from Dreaming of Ramadi in Detroit

NonfictioNow - hliðarviðburðir

Wed, 05/31/2017 - 15:12
Hvenær hefst þessi viðburður: 2. júní 2017 - 11:40 til 23:30Staðsetning viðburðar: Norræna húsið

Alþjóðlega ráðstefnan NonfictioNOW verður haldin við Háskóla Íslands 1.-4. júní. Ráðstefnan er helguð óskálduðu efni af öllum toga og er nú í fyrsta skipti sinn haldin í Evrópu. Hægt er að nálgast dagskrá ráðstefnunnar og skrá sig til þátttöku á vef ráðstefnunnar, nonfictionow.org. Hægt er að kaupa miða á fyrirlestra eftirfarandi höfunda í Hörpu á miðasöluvef Hörpu.

Nokkrir hliðarviðburðir verða haldnir í tengslum við ráðstefnuna og eru þeir öllum opnir. Þann 2. júní er boðið upp á eftirfarandi hliðarviðburði:

 • So, Who are you? Bjarni Bjarnason veitir innsýn í líf rithöfundarins í Norræna húsinu kl. 11:40-12:20.
 • Rithöfundakvöld. Íslenskir og erlendir rithöfundar lesa úr verkum sínum í Norræna húsinu kl. 21-23:30.

  Ariel Gore: Reading from The End of Eve and We Were Witches. Ariel Gore is founding editor of Hip Mama, executive director of Lit Star Press, and author of eight books including Atlas of the Human Heart and The End of Eve.
  Elísabet Jökulsdóttir: Reading from Heilræði Lásasmiðsins (The Locksmith’s Advice) and Ástin ein taugahrúga: enginn dans við Ufsaklett (Love is a Mess of Nerves: No Dancing at Ufsaklettur).
  Tim Tomlinson: Reading from Yolanda: An Oral History in Verse and Requiem for the Tree Fort I Set on Fire.
  Vilborg Davíðsdóttir: 
  Reading from Ástin, drekinn og dauðinn (On Love Dragons and Dying).
  Gerður Kristný: Reading from Drápa (soon to be released in the English translation of Rory McTurk).
  Wayne Koestenbaum: 
  Reading from My 1980s & Other Essays and The Pink Trance Notebooks.

NonfictioNOW - hliðarviðburðir

Wed, 05/31/2017 - 11:19
Hvenær hefst þessi viðburður: 1. júní 2017 - 22:15 til 23:00Staðsetning viðburðar: Stúdentakjallarinn

Alþjóðlega ráðstefnan NonfictioNOW verður haldin við Háskóla Íslands 1.-4. júní. Ráðstefnan er helguð óskálduðu efni af öllum toga og er nú í fyrsta skipti sinn haldin í Evrópu. Hægt er að nálgast dagskrá ráðstefnunnar og skrá sig til þátttöku á vef ráðstefnunnar, nonfictionow.org. Hægt er að kaupa miða á fyrirlestra eftirfarandi höfunda í Hörpu á miðasöluvef Hörpu.

Nokkrir hliðarviðburðir verða haldnir í tengslum við ráðstefnuna og eru þeir öllum opnir. Þann 1. júní er boðið upp á eftirfarandi hliðarviðburði:

The Believer: Opið hús með Joshua Shenk á Stúdentakjallaranum kl. 22:15-23:00.

Ráðstefnan Formal and Experimental Advances in Sign Language Theory

Tue, 05/30/2017 - 12:02
Hvenær hefst þessi viðburður: 21. júní 2017 - 9:00 til 22. júní 2017 - 19:00Staðsetning viðburðar: HáskólatorgNánari staðsetning: Stofa 102 Ráðstefnan Ráðstefnan Formal and Experimental Advances in Sign Language Theory (FEAST) verður haldin í Háskóla Íslands 21.-22. júní nk. Aðalskipuleggjandi hennar er Rannsóknastofa í táknmálsfræðum við Háskóla Íslands ásamt Málvísindastofnun. Ráðstefnunefnd skipa Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði, Jóhannes Gísli Jónsson, prófessor í íslenskri málfræði, Kristín Lena Þorvaldsdóttir, sviðsstjóri á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, og Þórhalla Guðmundsdóttir Beck, doktorsnemi í íslenskri málfræði.     FEAST-ráðstefnan var fyrst haldin í Feneyjum 2011 og hefur þegar unnið sér sess sem mikilvægur vettvangur fyrir táknmálsfræðinga um allan heim en þetta er í fyrsta skipti sem alþjóðleg táknmálsráðstefna er haldin hér á landi. Á ráðstefnunni verða 18 fyrirlestrar og 13 veggspjöld um margvísleg efni sem tengjast táknmálum en búist er við að tæplega 100 fræðimenn víðs vegar úr heiminum muni sækja ráðstefnuna.   FEAST-ráðstefnan er ætluð bæði heyrnarlausum og heyrandi fræðimönnum sem vinna að táknmálsrannsóknum. Tungumál ráðstefnunnar eru tvö, enska og amerískt táknmál (ASL), en túlkunin verður í höndum erlendra táknmálstúlka sem eru sérþjálfaðir í að túlka fyrirlestra um málvísindi á milli ensku og ASL.    Dagskrá ráðstefnunnar ætti að höfða til áhugamanna um táknmál og almenn málvísindi en hana má nálgast á vef hennar.  

Málþing í tilefni af 35 ára samstarfsafmæli Háskóla Íslands og Minnesota-háskóla

Wed, 05/24/2017 - 09:01
Hvenær hefst þessi viðburður: 29. maí 2017 - 13:30Staðsetning viðburðar: AðalbyggingNánari staðsetning: Hátíðasalur Málþingið fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands undir yfirskriftinni „Celebrating 35 Years of a Prosperous Partnership: The University of Minnesota and the University of Iceland“. Dagskráin endurspeglar samstarf háskólanna beggja þar sem litið verður yfir farinn veg og tækifæri til frekara samstarfs skoðuð.   Málþingið hefst á að Jón Atli Benediktsson og Eric W. Kaler, rektorar háskólanna, undirrita endurnýjaðan samstarfssamning.    Að málþingi loknu verður gestum boðið að þiggja léttar veitingar á Litla Torgi kl. 17-19 með félögum úr Hollvinafélagi Minnesota-háskóla.   Dagskrá

MC: Magnús Diðrik Baldursson (Director, Office of the Rector UI)   13:30-14:00 Rector Jón Atli Benediktsson and President Eric W. Kaler   Signing of agreement   Seminar   14:00-14:20 SoN - FoN for 35 years Professor Helga Jónsdóttir, Dean, Faculty of Nursing UI of  & Connie Delaney, Dean, School of Nursing UMN   14:20-14:40 Connections and collaborations: Works in progress and future opportunities between the School of Education (UI) and College of Education and Human Development (UMN) Hrund Thórarins Ingudóttir, Assistant Professor & Brynja Elisabeth Halldórsdóttir, Assistant Professor, School of Education UI     14:50-15:30  Coffee break   15:30-15:45 Medtech opportunities in Iceland The School of Engineering and Natural Sciences UI Hilmar Janusson, Dean, School of Engineering and Natural sciences   15:45-16:00 How I became a Minnesotan Tryggvi Thayer, Project manager, School of Education UI and PhD student UMN   16:00-16:15 The Vigdís International Centre – Progress and Prospects Audur Hauksdóttir,  Director, Vigdís Finnbogadóttir Institute of Foreign Languages Sebastian Drude, Director, Vigdís International Centre for Multilingualism and Intercultural Understanding   16:15-16:30 Career and Guidance counseling. Coincidence or destiny?– the effect of being at the right place at the right time Jónína Kárdal, career and guidance counsellor UI   Málþingið fer fram á ensku.  

Fyrirlestur: Mikilvægi tungumála sem eru lítið kennd

Thu, 05/18/2017 - 11:01
Hvenær hefst þessi viðburður: 19. maí 2017 - 12:00 til 13:00Nánari staðsetning: Veröld, fyrirlestrasalur

Viola G. Miglio er gestadósent við Mála og menningardeild við Háskóla Íslands og flytur erindi um mikilvægi tungumála sem eru lítið kennd í fyrirlestrarsal Veraldar, föstudaginn 21. maí kl. 12-13.

Baskneska tilheyrir ekki indó-evrópskum tungumálum en 700.000 manns tala málið á svæðum beggja vegna landamæra Spánar og Frakklands. Tungumálið er tengt tveimur stórum indó-evrópskum málum sem hafa langa og mikilvæga bókmenntahefð að baki.

Hvernig getur lítið tungumál eins og baskneska lifað af ágang miklu útbreiddari tungumála eins og frönsku og spænsku? Af hverju ættu Baskar að hafa fyrir því að læra “gagnslaust” tungumál í alþjóðlegu samhengi þar sem enskan tröllríður öllu? Í þessum fyrirlestri mun Viola reyna að svara þessum spurningum en um leið spyrja annarra spurninga um mikilvægi fjölbreytileika tungumála, þýðingum, tungumálastefnum, "immersion" námi og framtíð "smærri tungumála" (með færri en milljón sem tala málið), bæði í löndum þar sem málið er talað og á svæðum sem þau eru kennd sem erlend mál, t.d. í Bandaríkjunum. Staða íslenskunnar mun án efa skjóta upp kollinum í umræðunni.

Viola er dósent í málvísindum í deild spænsku og portúgölsku við Kaliforníuháskóla í Santa Barbara. Hún stjórnar framhaldsnámi í spænskum málvísindum og tungumálamiðstöð deildarinnar og situr í Barandiaran-stöðu (e. Endowed Chair) í baskneskum fræðum. Rannsóknir hennar liggja á mótum bókmennta og málvísinda, á sviði orðræðugreiningar, rannsókna á rómönskum og germönskum málum, málbreytinga, baskneskra fræða og þýðinga. Árið 2014 var hún samþykkt sem gestadósent við Mála og menningardeild við Háskóla Íslands.

Fyrirlesturinn er á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og er öllum opinn.

Jóga á Íslandi

Mon, 05/15/2017 - 10:27
Hvenær hefst þessi viðburður: 17. maí 2017 - 13:20Staðsetning viðburðar: OddiNánari staðsetning: Stofa 106

Bjarni Randver Sigurvinsson doktorsnemi kynnir niðurstöður rannsókna sinna á stöðu jóga í íslensku samfélagi með sérstaka áherslu á kristna kirkju. Andmælandi verður sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson formaður Lífsspekifélags Íslands.

Erindið er haldið í stofu 106 í Odda kl. 13:20-15:00. Allir velkomnir.

Jóga á Íslandi

Jóga var kynnt til sögunnar meðal Íslendinga snemma á 20. öldinni af guðspekifélögum eins og Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi en það var ekki fyrr en á sjöunda áratugnum sem fyrstu jógahreyfingarnar hófu starfsemi í landinu og farið var að bjóða upp á jógaiðkun að ráði meðal landsmanna. Með nýaldarvakningunni á níunda áratugnum jókst áhugi á jóga til muna og er jógaiðkun í einni eða annarri mynd nú útbreidd um land allt og nær til íþróttafélaga, líkamsræktarstöðva, hjúkrunar- og heilsustofnana, skóla og þjóðkirkjunnar.

Þrátt fyrir þetta hefur jóga ekki alltaf þótt sjálfsagður hlutur í íslensku þjóðfélagi og sætti bæði iðkunin og hugmyndafræðin að baki henni harðri gagnrýni úr ýmsum áttum út alla 20. öldina. Fyrsta jógabókin sem kom út í íslenskri þýðingu var hædd í fjölmiðlum, Guðspekifélagar vöruðu margir við hathajóga  vel fram yfir miðja öldina og voru mun áhugasamari um hugleiðslu, dulspeki, búddhisma og advaita vedanta, vissar jógahreyfingar voru tengdar við glæpi og hryðjuverk, jóga sætti tortryggni úr heilbrigðisgeiranum, þjóðkirkjan varaði ítrekað við jóga og jafnvel jógahreyfingar vöruðu ýmsar hverjar við hverri annarri. Þótt jóga þyki víða sjálfsagður hlutur í dag eru enn ýmsir hópar í samfélaginu sem eru andsnúnir allri slíkri iðkun.

Í erindinu verður rætt um helstu stefnur innan jóga og þær jógahreyfingar sem helst hafa komið við sögu í landinu og reynt að varpa ljósi á hvers vegna þær urðu svona umdeildar en náðu síðan útbreiddri samfélagslegri viðurkenningu. Í þeirri greiningu verður sérstaklega tekið mið af trúarlífsfélagsfræðilegum kenningum um mismunandi formgerðir félagslegra hreyfinga og álitamálum um hvernig skilgreina beri trúarhugtakið en meðal þess sem tekist hefur verið á um er hvort allt sem kennt er við jóga sé raunverulegt jóga og hvort jóga sé eða geti verið trúarlegt. Þetta er allt spurningar sem eru sérlega áhugaverðar í tengslum við jógaiðkun í skólum og öðrum opinberum stofnunum í íslensku fjölmenningarsamfélagi.

Smásögur og menningarsamfélög - spjall um val smásagna í úrvalsrit

Mon, 05/08/2017 - 14:21
Hvenær hefst þessi viðburður: 11. maí 2017 - 12:00 til 13:00Staðsetning viðburðar: ÞjóðminjasafnNánari staðsetning: Fyrirlestrasalur

Fimmtudaginn 11. maí mun Kristín Guðrún Jónsdóttir, dósent í spænsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, halda erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands sem hún nefnir Smásögur og menningarsamfélag - spjall um val smásagna í úrvalsrit.

Kristín mun spjalla um reynslu sína af því að velja sögur í smásagnasöfn og það sem hún telur að þurfi að hafa í huga þegar úrvalsrit eru sett saman. Einnig verður velt upp þeirri spurningu hvort mögulegt sé að gefa trúverðuga mynd af fjölbreyttum menningarsamfélögum með verkum af þessu tagi. Söfnin sem verða í brennidepli eru: Heimar mætast. Smásögur frá Mexíkó (2016) og Svo fagurgrænar og frjósamar. Smásögur frá Kúbu, Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveldinu (2008). Einnig verður minnst á Smásögur heimsins. Rómanska-Ameríka sem kemur út innan skamms.

Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og eru allir velkomnir.

Kynning á MA-ritgerðum í sagnfræði

Mon, 05/08/2017 - 10:16
Hvenær hefst þessi viðburður: 10. maí 2017 - 16:00 til 17:30Staðsetning viðburðar: ÁrnagarðurNánari staðsetning: Stofa 442

Kynning á nýjum MA-ritgerðum í sagnfræði fer fram í Árnagarði, stofu 422, þriðjudag 9. maí og miðvikudag 10. maí kl. 16-17:30.

Dagskrá 10. maí:

Dalrún Jóhannesdóttir. Konur eru konum bestar. Sagnfræðileg samtímarannsókn á áhrifum félagasamtaka kvenna á stöðu íslenskra kvenna. Leiðbeinendur: Þorsteinn Helgason og Ragnheiður Kristjánsdóttir

Meginmarkmið ritgerðarinnar er að birta heildstæða mynd af gagnsemi þess að fjalla um samtímamálefni kvenna út frá sagnfræðilegum aðferðum. Í ritgerðinni er fjallað um kynbundið misrétti, þ.m.t. kynbundið ofbeldi, gagnvart konum í íslensku þjóðfélagi í samtímanum út frá sjónarmiðum fagkvenna sem starfa í félagasamtökum sem vinna að mannúðarmálefnum kvenna. Markmið þeirrar umfjöllunar, til viðbótar því að framkvæma sagnfræðilega rannsókn á samtímamálefnum, er að varpa ljósi á ábyrgð og umfang starfsemi félagasamtaka við að rétta hlut kvenna í samfélaginu. Ritgerðin byggir á gagnasöfnun sem grundvallast á viðtölum við forsvarsaðila félagasamtaka á sviði mannúðarmála í þágu kvenna. Aðferðir munnlegrar sögu voru lagðar til grundvallar rannsókninni.

Markús Þ. Þórhallsson. Til varnar Íslandi. Barátta InDefence gegn beitingu hryðjuverkalaga og Icesave samningum 2008-2013. Leiðbeinandi: Guðmundur Jónsson

Icesave deilan setti mark sitt á íslenskt samfélag um árabil. Hrun fjármálakerfisins haustið 2008 og afleiðingar þess urðu til þess að InDefence hópurinn var stofnaður. Í þessu verkefni voru tilurð hópsins og tilgangur rannsökuð, hverjir voru meðlimir og hvaða hlutverk hver og einn hafði innan hans. Sú kenning var gaumgæfð að þeir hafi litið á sig sem frelsishetjur samtímans í rómantískum anda 19. aldarinnar. Þjóðernisleg orðræða þeirra var skoðuð og gagnrýni sem þeir fengu úr ýmsum áttum og efasemdir um heilindi þeirra. Hópurinn samanstóð af fólki sem flest hefur gráðu frá erlendum háskólum. Það hefur verið talinn mesti munurinn á InDefence og öðrum grasrótarhópum. Hver réð og hvernig voru ákvarðanir teknar? Raktar eru ástæður þess að farið var af stað í áróðursstríð eftir að Bretar beittu hryðjuverkalögum. Barátta InDefence gegn Icesave samningunum, aðkoma þeirra að þjóðaratkvæðagreiðslum og samskipti þeirra við alla aðila málsins eru gaumgæfð. InDefence er svo fylgt til ársins 2013 þegar niðurstaða EFTA dómstólsins lá fyrir, þó hópurinn sé enn til.

Pontus Järvstad. Portraying Fascism as a Colonial Understanding of Europe: How Continuities of Imperial Expansion Shaped Fascist Ideology and Practices. Leiðbeinandi: Valur Ingimundarson

The thesis explores to what extent there were continuities between colonialism and fascism. The historical concept of continuity captures in what ways certain elements in society remain stable while there is otherwise much change. How a new system of rule and ideology build upon such a stability while at the same time presenting itself as novel. There is much confusion among scholars about how to define fascism: whether it should be considered a comprehensive ideology or merely a system of rule. What most agree on, however, is fascism’s animosity towards democracy and plurality. This is often conceptualized as a rejection of the pillars of Western civilization built on the ideas stemming from the Enlightenment and liberalism. Yet, such a view obscures the fact that these “pillars” are embedded in European colonialism. While fascism is often seen as being alien because of its indescribable crimes against humanity in the interwar period, it was not only novel but also familiar to its contemporaries. In short, it acted on a continuity of a colonial understanding, not only of the world but of Europe as well.

Kynning á MA-ritgerðum í sagnfræði

Mon, 05/08/2017 - 10:09
Hvenær hefst þessi viðburður: 9. maí 2017 - 16:00 til 17:30Staðsetning viðburðar: ÁrnagarðurNánari staðsetning: Stofa 422

Kynning á nýjum MA-ritgerðum í sagnfræði fer fram í Árnagarði, stofu 422, þriðjudag 9. maí og miðvikudag 10. maí kl. 16-17:30.

Dagskrá 9. maí:

Bjarni Grétar Ólafsson. Breytingar á greiðsluháttum og greiðslumiðlun á Íslandi á síðustu öld. Leiðbeinandi: Guðmundur Jónsson.

Í ritgerðinni er fjallað um þær breytingar sem urðu á greiðsluháttum og greiðslumiðlun á Íslandi á síðustu öld. Í upphafi aldarinnar voru peningar algengasti greiðsluháttur almennings en upp úr miðri öldinni komu tékkarnir til sögunnar og voru algengasti greiðsluháttur allt fram á tíunda áratuginn. Kreditkortin komu til sögunnar á níunda áratugnum og debetkort og rafrænar greiðslur, millifærslur og sjálfsafgreiðslur á þeim tíunda, sem leystu tékkana af hólmi. Fjallað er um forsendur þessara breytinga, hvernig þær áttu sér stað og alþjóðlegt samhengi. Að lokum er fjallað um breytta kaup- og greiðsluhegðun almennings með tilkomu nýrra greiðslumiðla og breyttra tíma.

Egill Steinar Fjeldsted. Við fengum strákana en misstum stelpuna. Krapaflóðin á Patreksfirði 1983. Leiðbeinandi: Sigurður Gylfi Magnússon.

Viðfangsefni ritgerðarinnar eru tvö krapaflóð sem féllu með skömmu millibili á Patreksfirði laugardaginn 22. janúar 1983. Í viðleitni til að skilja hvað gerist þegar slíkar náttúruhamfarir falla á íbúðarbyggð með þeim afleiðingum að fjórar manneskjur látast og 33 verða heimilislausar er kafað djúpt ofan í líf fjölskyldu Vigdísar Helgadóttur. Í þeirri frásögn lýsir hún því þegar flóðið fór í gegnum heimili hennar með þeim afleiðingum að ung dóttir hennar lést. Einnig gefur hún innsýn í hvernig líf fólks breytist við slíka lífsreynslu og hvaða atburðarás tekur við næstu daga, vikur, mánuði, ár og áratugi. Til að skilja atburðarásina betur gefa 19 aðrir íbúar innsýn í hvað gerðist þennan dag. Fjórir þeirra voru líkt og Vigdís á heimilum sínum þegar fyrra flóðið skall á húsum þeirra sem ýmist stórskemmdust eða gjöreyðilögðust. Aðrir sem rætt er við tóku þátt í björgunaraðgerðum með ýmsum hætti og þurftu jafnvel að grafa upp nána ættingja úr húsarústum.

Gerður Eygló Róbertsdóttir. Nútímavæðing kvenleikans? Viðhorf kvenna til jafnréttismála 1960 til 1969. Leiðbeinendur: Ragnheiður Kristjánsdóttir og Erla Hulda Halldórsdóttir

Markmið ritgerðar er að varpa ljósi á viðhorf kvenna til jafnréttismála 1960 til 1969, á árunum fyrir rauðsokkur og nýju kvennahreyfinguna. Samtímaheimildir, fyrst og fremst tímaritsgreinar eftir konur, verða rýndar, umræðan um jafnrétti og kvenfrelsi flokkuð og greind og hugmyndir um hlutverk kvenna og kvenleikann dregnar fram. Með orðræðugreiningu verður leitast við að skilgreina og skilja hugmyndir kvenna, sjá hvernig orðin endurspegla veröld þeirra, vonir og væntingar. Þær rannsóknarspurningar sem gengið er út frá snúast um áhrif og átök ólíkra hugmyndakerfa. Voru konur að samsama sig ríkjandi viðhorfum eða voru þær að andæfa og gagnrýna staðnað kynjakerfi? Voru nútímalegar hugmyndir komnar fram og því hægt að segja að konur hafi á þessum árum stigið skref í átt að „nútímavæðingu kvenleikans“?

Kristján Pálsson. Saga Hnífsdals frá landnámi til upphafs 19. aldar. Leiðbeinandi: Már Jónsson.

Hnífsdalur var líklega numinn af Þórólfi bræki sem samkvæmt Landnámu nam land á sama tíma og Helgi Hrólfsson sem nam Skutulsfjörð. Vatnsfirðingar voru eigendur Hnífsdalsjarðanna á 14 öld. Síðar eignast Árni Gíslason sýslumaður þær og gaf fylgikonu sinni, Helgu Tómasdóttur. Frá þeim kemur Hnífsdalsætt sem átti Hnífsdalsjarðinar í um 350 ár en Ögurætt síðan í um 140 ár eða til ársins 1763. Manntalið 1703 gefur til kynna að margt fólk hafi búið í Hnífsdal á hverju heimili. Samkvæmt Jarðabókinni 1710 var þar stór bústofn með 151 sauð, sem bendir til mikillar ullarframleiðslu. Stórabóla 1707-1709 felldi um 40% af öllu vinnufæru fólki í Hnífsdal; allar jarðirnar þar voru þó setnar árið 1710. Ríkastur Hnífsdælinga var Jón Jónsson lögréttumaður sem keypti allar Hnífsdalsjarðirnar árið 1763. Þegar hann lést um 1781 átti hann um 115 hundruð í jörðum, þá ríkastur bænda í Ísafjarðarsýslu.

Dagskrá 10. maí:

Dalrún Jóhannesdóttir. Konur eru konum bestar. Sagnfræðileg samtímarannsókn á áhrifum félagasamtaka kvenna á stöðu íslenskra kvenna. Leiðbeinendur: Þorsteinn Helgason og Ragnheiður Kristjánsdóttir

Meginmarkmið ritgerðarinnar er að birta heildstæða mynd af gagnsemi þess að fjalla um samtímamálefni kvenna út frá sagnfræðilegum aðferðum. Í ritgerðinni er fjallað um kynbundið misrétti, þ.m.t. kynbundið ofbeldi, gagnvart konum í íslensku þjóðfélagi í samtímanum út frá sjónarmiðum fagkvenna sem starfa í félagasamtökum sem vinna að mannúðarmálefnum kvenna. Markmið þeirrar umfjöllunar, til viðbótar því að framkvæma sagnfræðilega rannsókn á samtímamálefnum, er að varpa ljósi á ábyrgð og umfang starfsemi félagasamtaka við að rétta hlut kvenna í samfélaginu. Ritgerðin byggir á gagnasöfnun sem grundvallast á viðtölum við forsvarsaðila félagasamtaka á sviði mannúðarmála í þágu kvenna. Aðferðir munnlegrar sögu voru lagðar til grundvallar rannsókninni.

Markús Þ. Þórhallsson. Til varnar Íslandi. Barátta InDefence gegn beitingu hryðjuverkalaga og Icesave samningum 2008-2013. Leiðbeinandi: Guðmundur Jónsson

Icesave deilan setti mark sitt á íslenskt samfélag um árabil. Hrun fjármálakerfisins haustið 2008 og afleiðingar þess urðu til þess að InDefence hópurinn var stofnaður. Í þessu verkefni voru tilurð hópsins og tilgangur rannsökuð, hverjir voru meðlimir og hvaða hlutverk hver og einn hafði innan hans. Sú kenning var gaumgæfð að þeir hafi litið á sig sem frelsishetjur samtímans í rómantískum anda 19. aldarinnar. Þjóðernisleg orðræða þeirra var skoðuð og gagnrýni sem þeir fengu úr ýmsum áttum og efasemdir um heilindi þeirra. Hópurinn samanstóð af fólki sem flest hefur gráðu frá erlendum háskólum. Það hefur verið talinn mesti munurinn á InDefence og öðrum grasrótarhópum. Hver réð og hvernig voru ákvarðanir teknar? Raktar eru ástæður þess að farið var af stað í áróðursstríð eftir að Bretar beittu hryðjuverkalögum. Barátta InDefence gegn Icesave samningunum, aðkoma þeirra að þjóðaratkvæðagreiðslum og samskipti þeirra við alla aðila málsins eru gaumgæfð. InDefence er svo fylgt til ársins 2013 þegar niðurstaða EFTA dómstólsins lá fyrir, þó hópurinn sé enn til.

Pontus Järvstad. Portraying Fascism as a Colonial Understanding of Europe: How Continuities of Imperial Expansion Shaped Fascist Ideology and Practices. Leiðbeinandi: Valur Ingimundarson

The thesis explores to what extent there were continuities between colonialism and fascism. The historical concept of continuity captures in what ways certain elements in society remain stable while there is otherwise much change. How a new system of rule and ideology build upon such a stability while at the same time presenting itself as novel. There is much confusion among scholars about how to define fascism: whether it should be considered a comprehensive ideology or merely a system of rule. What most agree on, however, is fascism’s animosity towards democracy and plurality. This is often conceptualized as a rejection of the pillars of Western civilization built on the ideas stemming from the Enlightenment and liberalism. Yet, such a view obscures the fact that these “pillars” are embedded in European colonialism. While fascism is often seen as being alien because of its indescribable crimes against humanity in the interwar period, it was not only novel but also familiar to its contemporaries. In short, it acted on a continuity of a colonial understanding, not only of the world but of Europe as well.

Taktu skref fram á við - Sameinaðu nám og vinnu

Tue, 05/02/2017 - 10:19
Hvenær hefst þessi viðburður: 23. maí 2017 - 12:10 til 12:50Staðsetning viðburðar: GimliNánari staðsetning: stofa 102

Þriðjudaginn 23. maí næstkomandi fer fram kynningarfundur fyrir VMV námið.

Fundurinn fer fram í Gimli 102 frá kl 12:10-12:50.

Lena Heimisdóttir, verkefnastjóri VMV námsins, kynnir námið ásamt fyrirkomulagi þess en að auki mun Magnús Pálsson, forstöðumaður námsins, halda stutt erindi.

Boðið verður upp á léttar veitingar og fer skráning fram hér.

Umsóknarfrestur í VMV námið er til og með 5. júní.

Viðskiptafræði með vinnu

Viðskiptafræði með vinnu-VMV er hugsað fyrir fólk í atvinnulífinu og því er skipulagið með þeim hætti að nemendur taka einungis eitt námskeið í einu. Hvert námskeið stendur í 5 vikur og lýkur með prófi áður en næsta hefst. Nemendur sækja tíma 2-3 í viku og ýmist er kennt kl. 17:00-20:45 á virkum dögum og/eða á laugardagsmorgnum.

Boðið er upp á þrjár stuttar námsbrautir í: Stjórnun markaðsmála, Stjórnun og stefnumótun og Reikningshald og fjármál auk þess sem nemendur geta lokið 60/120 eininga diplómu úr náminu.